Einu sinni var karl og kerling í garðshorni (жили-были: «один раз был» старик со старухой в хижине); þau áttu þrjár dætur (у них было три дочери); þær hétu Sigríður, Signý og Helga (их звали Сигрид, Сигни и Хельга). Karli og kerlingu þótti vænt um Sigríði og Signýju (старик со старухой любили Сигрид и Сигни), en ekkert þótti þeim vænt um Helgu (а Хельгу совсем не любили: «ничто не представлялось им хорошим в Хельге»), og lá hún ávallt í öskustó (и спала она всегда в зольнике; liggja – лежать; ávallt – всегда; öskustó – зольник, поддувало; aska – пепел, зола; stó – очаг).
Einu sinni var karl og kerling í garðshorni; þau áttu þrjár dætur; þær hétu Sigríður, Signý og Helga. Karli og kerlingu þótti vænt um Sigríði og Signýju, en ekkert þótti þeim vænt um Helgu, og lá hún ávallt í öskustó.
Það er mælt (говорят: «говорится»), að karl og kerling ættu engan grip í eigu sinni nema kú eina (что у старика со старухой не было никакого скота в собственности, кроме одной коровы; gripur – скотина; вещь; eiga – собственность), sem Búkolla hét (которую звали Букотла; bú – хозяйство; скот; kolla – безрогая овца; самка гаги; кружка). Hún var sá dánumannsgripur (она была такая удойливая; dánumannsgripur – хорошая скотина; dánumaður – порядочный, честный человек), að þó hún væri mjólkuð þrisvar á dag (что её доили трижды в день), þá mjólkaði hún ekki minna en fjörutíu merkur í hvert sinn (и давала она не меньше сорока четвертей литра молока каждый раз; minni – меньше; lítill – малый; mörk – мера веса, равная 250 граммам). Karl reri til fiskjar á degi hverjum (старик плавал на лодке: «грёб» на рыбалку каждый день) og reri alltaf á keraldi (и рыбачил: «грёб» всегда в маленькой бухте; kerald – небольшой сосуд; маленькая бухта), og á hverjum degi flutti Sigríður dóttir hans honum mat á fiskimið (и каждый день привозила ему его дочь Сигрид еду туда, где он рыбачил; fiskimið – место лова рыбы; fiski – рыбалка; mið – середина; место) og flutti hann einnig á keraldi (и доставляла её до самой бухты; einnig – тоже; более того).
Það er mælt, að karl og kerling ættu engan grip í eigu sinni nema kú eina, sem Búkolla hét. Hún var sá dánumannsgripur, að þó hún væri mjólkuð þrisvar á dag, þá mjólkaði hún ekki minna en fjörutíu merkur í hvert sinn. Karl reri til fiskjar á degi hverjum og reri alltaf á keraldi, og á hverjum degi flutti Sigríður dóttir hans honum mat á fiskimið og flutti hann einnig á keraldi.
Það bar einu sinni til í garðshorni (случилось так однажды у них в доме: «в хижине»), að kýrin Búkolla hvarf (что корова Букотла пропала; hverfa – исчезать), svo enginn vissi (так что никто не знал), hvað af henni varð (что с ней стало). Ræða þau nú um það karl og kerling (стали об этом старик со старухой говорить; ræða – говорить; обсуждать), hvað úr skuli ráða (как им поступить; ráða – решать), og verður það (и решили: «стало так»), að Sigríður er send á stað að leita (послать Сигрид на поиски: «что Сигрид отправлена на место искать») og látin hafa nesti og nýja skó (и дали ей еды и новые башмачки: «и позволено ей иметь еду и новые туфли»; nesti – провизия; skór – башмак).
Það bar einu sinni til í garðshorni, að kýrin Búkolla hvarf, svo enginn vissi, hvað af henni varð. Ræða þau nú um það karl og kerling, hvað úr skuli ráða, og verður það, að Sigríður er send á stað að leita og látin hafa nesti og nýja skó.
Hún gengur lengi (идёт она долго), þar til hún kemur á einn hól (пока не приходит на один холм; hóll – пригорок; холм); þar borðar hún og mælti (там поела: «ест» она и говорит: «сказала»; borða – есть; обедать): „Baulaðu, kýrin Búkolla (помычи, корова Букотла; baula – мычать), ef ég á að finna þig (найду ли я тебя).“
En ekki baular kýrin (но не мычит корова).
Hún gengur lengi, þar til hún kemur á einn hól; þar borðar hún og mælti: „Baulaðu, kýrin Búkolla, ef ég á að finna þig.“
En ekki baular kýrin.
Nú gengur hún á annan hól (идёт она к другому холму), borðar þar og mælti (поела там и говорит): „Baulaðu, kýrin Búkolla (помычи, корова Букотла), ef ég á að finna þig (найду ли я тебя).“
En ekki baular hún að heldur (но и тут она не мычит; ekki að heldur – тоже не).
Nú gengur hún á annan hól, borðar þar og mælti: „Baulaðu, kýrin Búkolla, ef ég á að finna þig.“
En ekki baular hún að heldur.
Hún gengur á þriðja hólinn (идёт она у третьему холму), borðar þar og mælti síðan (покушала там и говорит): „Baulaðu, kýrin Búkolla (помычи, корова Букотла), ef ég á að finna þig (найду ли я тебя).“
Hún gengur á þriðja hólinn, borðar þar og mælti síðan: „Baulaðu, kýrin Búkolla, ef ég á að finna þig.“
Þá baular kýrin langt frá uppi í fjalli (тогда замычала корова с высоты далёкой горы; fjall – гора). Sigríður gengur upp í fjallið (Сигрид стала подниматься вверх на гору), þar til hún kemur að hellisdyrum (пока не пришла ко входу в пещеру; hellisdyr – вход в пещеру; hellir – пещера; dyr – дверь). Hún gengur í hellinn (входит она в пещеру). Þar sér hún (там видит она), að eldur logar á skíðum (что там ярко горит огонь /на поленьях/; eldur – огонь; loga – гореть; skíð – полено; skíðloga – ярко гореть), kjötpottur er yfir eldi (горшок с мясом на огне; kjötpottur – горшок с мясом; kjöt – мясо; pottur – горшок) og kökur á glóðum (и хлеб на углях; kökur – выпечка; kaka – пирог; торт; glóð – тлеющие угольки). Þar er og Búkolla og stendur við töðustall (там и Букотла стоит у сеновала; töðustallur – сеновал; taða – сено; stallur – уступ; цоколь; ясли; конюшня) og er bundin með járnhlekkjum (и привязана железной цепью; járnhlekkur – железная цепь; járn – железо; hlekkur – звено).
Þá baular kýrin langt frá uppi í fjalli. Sigríður gengur upp í fjallið, þar til hún kemur að hellisdyrum. Hún gengur í hellinn. Þar sér hún, að eldur logar á skíðum, kjötpottur er yfir eldi og kökur á glóðum. Þar er og Búkolla og stendur við töðustall og er bundin með járnhlekkjum.
Sigríður tekur köku af eldi (Сигрид сняла хлеб с огня) og kjötbita úr pottinum (и /достала/ кусок мяса из горшка; kjötbiti – кусок мяса; biti – кусок) og snæðir (и съела; snæða – есть). Hún ætlar að leysa Búkollu (собралась она отвязать Букотлу; leysa – отвязывать), en getur ekki (но не может), og sest hún þá undir kverk hennar (тогда присела она ей под шею; kverk – горло; глотка) og klórar henni (и почесала её; klóra – царапать; чесать).
Sigríður tekur köku af eldi og kjötbita úr pottinum og snæðir. Hún ætlar að leysa Búkollu, en getur ekki, og sest hún þá undir kverk hennar og klórar henni.
Að litlum tíma liðnum fer hellirinn að skjálfa (тут: «короткое время спустя» затряслась пещера; skjálfa – дрожать; трястись), og kemur tröllskessa mikil í hellinn (и входит огромная великанша-людоедка в пещеру; tröllskessa – великанша; tröll – тролль; skessa – людоедка). Hún mælti (она сказала): „Þú ert þá komin hér (значит, пришла ты сюда), Sigríður karlsdóttir (Сигрид, старикова дочь; karlsdóttir – дочь старика; karl – мужик; dóttir – дочь), þú skalt ekki lifa lengi (не долго тебе жить осталось: «ты не будешь жить долго»), þú hefur stolið frá mér (ты у меня своровала).“
Að litlum tíma liðnum fer hellirinn að skjálfa, og kemur tröllskessa mikil í hellinn. Hún mælti: „Þú ert þá komin hér, Sigríður karlsdóttir, þú skalt ekki lifa lengi, þú hefur stolið frá mér.“
Skessan tekur hana þá (великанша взяла её), snýr úr hálsliðnum (свернула ей шею; snúa – выворачивать; hálsliður – шейный позвонок; háls – шея; liður – позвонок) og hendir búknum í gjótu í hellinum (и выбросила тело в яму в пещере; henda – бросать; gjóta – яма).
Skessan tekur hana þá, snýr úr hálsliðnum og hendir búknum í gjótu í hellinum.
Víkur nú sögunni heim í garðshorn (переносится сказка опять в дом /старика со старухой/; víkja – передвигать). Karl og kerlingu fer að lengja eftir Sigríði (старик со старухой затосковали по Сигрид; fara – начинать; lengja eftir e-m – тосковать по кому-л.) og ætla hún muni nú dauð (и решили, что она уже, наверно, умерла). Þau ráða þá af að senda Signýju að leita að Búkollu (решили они тогда отправить Сигни искать Букотлу), og fer hún af stað (вот и отправилась она). Verða nú forlög hennar eins og Sigríðar að öllu leyti (её постигла та же участь, что и Сигрид; forlög – судьба; að öllu leyti – по всем статьям; leyti – часть; аспект), og seinast drepur skessan hana í hellinum (и в конце концов убила её великанша в пещере; seinn – поздний).
Víkur nú sögunni heim í garðshorn. Karl og kerlingu fer að lengja eftir Sigríði og ætla hún muni nú dauð. Þau ráða þá af að senda Signýju að leita að Búkollu, og fer hún af stað. Verða nú forlög hennar eins og Sigríðar að öllu leyti, og seinast drepur skessan hana í hellinum.
Nú biður Helga karl og kerlingu að lofa sér að leita að Búkollu (тогда попросила Хельга старика со старухой отпустить её искать Букотлу). En þau halda það verði til lítils (но они подумали, что это без толку: «становится к малому»; verða til lítils – быть бесполезным), þegar hinar góðu gulldætur sínar hafi ekki getað fundið hana (раз уж их золотые доченьки не смогли найти её; gulldóttir – золотая дочь; gull – золото; dóttir – дочь) og séu nú líklegast dauðar (и теперь, наверно, мертвы; líklegast – скорее всего).
Nú biður Helga karl og kerlingu að lofa sér að leita að Búkollu. En þau halda það verði til lítils, þegar hinar góðu gulldætur sínar hafi ekki getað fundið hana og séu nú líklegast dauðar.
Það verður þó (и всё же в конце концов: «то становится всё же»), að Helga fær að fara (Хельгу отпустили: «разрешили пойти»; fá að gera e-ð – получать разрешение сделать что-л.). Hún fær skrápskinnsskó á fæturna (она получила = дали ей башмаки из грубой кожи на ноги; skrápskinnskór – башмак из грубой кожи; skrápur – грубая шкура; кожа акулы; skinn – кожа; шкура; мех; skór – ботинок) og í nestið fær hún bræðing, roð, ugga og skófir (а из еды дали ей сало с рыбьим жиром, рыбью кожу, плавники и ягель; bræðing – смесь сала с рыбьим жиром; roð – рыбья кожа; uggi – плавник; рыба; skóf – лишайник).
Það verður þó, að Helga fær að fara. Hún fær skrápskinnsskó á fæturna og í nestið fær hún bræðing, roð, ugga og skófir.
Hún gengur nú lengi (вот идёт она долго), þangað til hún kemur á hól nokkurn (пока не пришла к какому-то холму). Þá mælti hún (тогда она сказала): „Hér hafa systur mínar borðað (здесь сестрицы мои ели), hér skal ég borða líka (здесь и я поем).“
Hún gengur nú lengi, þangað til hún kemur á hól nokkurn. Þá mælti hún: „Hér hafa systur mínar borðað, hér skal ég borða líka.“
Fer hún nú að naga úr nesti sínu (начала она тогда кушать свою еду; naga – глодать; грызть). Síðan mælti hún (потом сказала она): „Baulaðu, kýrin Búkolla (помычи, корова Букотла), ef ég á að finna þig (найду ли я тебя).“
En ekki baular kýrin (но не мычит корова).
Fer hún nú að naga úr nesti sínu. Síðan mælti hún: „Baulaðu, kýrin Búkolla, ef ég á að finna þig.“
En ekki baular kýrin.
Nú gengur hún á annan hól (пошла она тогда к другому холму) og fór eins að og á fyrra hólnum (и то же, что и у первого пригорка, сделала).
Hún gengur á þriðja hólinn (идёт она к третьему холму). Þá mælti hún (тогда говорит она): „Hér hafa systur mínar borðað (здесь сестрицы мои ели), hér skal ég borða líka (здесь и я поем).“
Þegar hún hefur borðað (когда она поела), mælti hún (сказала она): „Baulaðu, kýrin Búkolla (помычи, корова Букотла), ef ég á að finna þig (найду ли я тебя).“
Nú gengur hún á annan hól og fór eins að og á fyrra hólnum.
Hún gengur á þriðja hólinn. Þá mælti hún: „Hér hafa systur mínar borðað, hér skal ég borða líka.“
Þegar hún hefur borðað, mælti hún: „Baulaðu, kýrin Búkolla, ef ég á að finna þig.“
Þá heyrir hún (тогда слышит она), að Búkolla baular uppi í fjalli (как Букотла мычит высоко в горах). Hún gengur upp í fjallið á hljóðið (пошла она вверх на гору на звук; hljóð – звук; крик; тишина). Loksins kemur hún að hellisdyrum (наконец подошла она ко входу в пещеру). Hún gengur í hellinn (входит в пещеру). Þar stendur kjötpottur yfir eldi (там стоит горшок с мясом на огне), og kökur eru á glóðum (и хлеб на углях). Hún hagræðir kökunum (она проверила хлеб; hagræða – устраивать; приводить в порядок), snerpir á undir pottinum (развела огонь посильнее под горшком; snerpa – заставлять огонь разгораться сильнее; ускорять), en tekur ekkert (но не взяла ничего) og sest síðan hjá Búkollu (и присела рядом с Букотлой), sem þar stendur við töðustall (которая стояла там у сеновала).
Þá heyrir hún, að Búkolla baular uppi í fjalli. Hún gengur upp í fjallið á hljóðið. Loksins kemur hún að hellisdyrum. Hún gengur í hellinn. Þar stendur kjötpottur yfir eldi, og kökur eru á glóðum. Hún hagræðir kökunum, snerpir á undir pottinum, en tekur ekkert og sest síðan hjá Búkollu, sem þar stendur við töðustall.
Litlu síðar heyrir hún hark úti (вскоре слышит она шум снаружи), og hellirinn fer að skjálfa (и пещера начинает дрожать). Síðan kemur tröllskessa í hellinn (потом входит великанша в пещеру), mikil vexti og ærið fasmikil (громадная и очень шумливая; mikill vexti – крупный о телосложении; vöxtur – рост; fasmikill – шумный; fas – поведение; нрав; поспешность). Hún mælti til Helgu (говорит она Хельге): „Þú ert þá komin hér (значит, пришла ты сюда), Helga karlsdóttir (Хельга, мужикова дочь); þú skalt nú lifa (будешь ты жить = останешься в живых), því þú hefur engu stolið frá mér (ведь ничего ты у меня не украла).“
Litlu síðar heyrir hún hark úti, og hellirinn fer að skjálfa. Síðan kemur tröllskessa í hellinn, mikil vexti og ærið fasmikil. Hún mælti til Helgu: „Þú ert þá komin hér, Helga karlsdóttir; þú skalt nú lifa, því þú hefur engu stolið frá mér.“
Líður nú nóttin (проходит ночь), og gefur skessan Helgu mat (и даёт великанша еду Хельге = кормит Хельгу).
Nú ætlar skessa út á skóg til veiða um daginn (потом собралась великанша в лес на дневную охоту; veiða – охотиться); þá mælti hún til Helgu (вот и говорит она Хельге): „Þú skalt nú vinna nokkuð í dag (тебе придётся поработать довольно /много/ сегодня; vinna – работать; nokkuð – довольно): þú skalt sækja brjóstnál (ты должна сходить за булавкой; sækja – приносить; brjóstnál – брошь; brjóst – грудь; nál – игла), sem ég átti (которая у меня была), þegar ég var heimasæta hjá Daladrottningu systur minni (когда я жила девицей у Королевы Долин, сестры моей; heimasæta – незамужняя дочь, живущая с родителями; sæta – сладость; dalur – долина).“
Líður nú nóttin, og gefur skessan Helgu mat.
Nú ætlar skessa út á skóg til veiða um daginn; þá mælti hún til Helgu: „Þú skalt nú vinna nokkuð í dag: þú skalt sækja brjóstnál, sem ég átti, þegar ég var heimasæta hjá Daladrottningu systur minni.“
Helga spurði, hvar hún væri (Хельга спросила, где она /есть/).
„Það máttu segja þér sjálf (это тебе придётся самой узнать: «сказать»),“ mælti skessan (сказала великанша), „og ef þú verður ekki komin með hana í kvöld (и если не придёшь с ней сегодня вечером), þá drep ég þig (убью я тебя).“
Fer nú skessan (и вот: «теперь» ушла великанша), en Helga er ráðalaus (а Хельга не знает, как ей быть; ráðalaus – растерянный; нерешительный) og sest nú fram í hellisdyr og grætur (села перед входом в пещеру и заплакала).
Helga spurði, hvar hún væri.
„Það máttu segja þér sjálf,“ mælti skessan, „og ef þú verður ekki komin með hana í kvöld, þá drep ég þig.“
Fer nú skessan, en Helga er ráðalaus og sest nú fram í hellisdyr og grætur.
Þá kemur til hennar maður (тогда приходит к ней человек), æði-ófrýnilegur á að líta (очень безобразный на вид; æði – довольно; ófrýnlegur – уродливый; frýnlegur – дружелюбный). Hann var í skorpnum skinnstakki (он был в поношенной меховой телогрейке; skorpinn – ссохшийся; сморщенный; skorpna – сжиматься; skinnstakkur – кожаная куртка; skinn – кожа, мех), sem náði á ristar að framan (которая касалась подолом земли спереди; rist – подъём ноги), en á herðablöð að aftan (а сзади ему только плечи прикрывала; herðablað – лопатка; herðar – плечи). Horinn náði úr nefinu og niður á tær (сопли свисали у него из носа до пальцев ног: «и вниз до пальцев ног»; hor – сопли; nef – нос; tá – палец ноги). Hann spyr (спрашивает он), af hverju hún gráti (отчего она рыдает). Hún kvað það vera til lítils að segja honum það (она посчитала, что нет смысла ему это рассказывать), hann mundi lítið geta úr því bætt (не сможет он, наверно, ей помочь: «мало что сможет сделать для исправления ситуации»; bæta úr e-u – исправлять; вносить улучшения).
Þá kemur til hennar maður, æði-ófrýnilegur á að líta. Hann var í skorpnum skinnstakki, sem náði á ristar að framan, en á herðablöð að aftan. Horinn náði úr nefinu og niður á tær. Hann spyr, af hverju hún gráti. Hún kvað það vera til lítils að segja honum það, hann mundi lítið geta úr því bætt.
„Ég veit (я знаю), hvað að þér gengur (что у тебя за беда: «что с тобой приключилось»),“ segir hann (говорит он), „og ef þú vilt kyssa mig í kvöld (и если ты меня захочешь поцеловать вечером; kyssa – целовать), þá skal ég hjálpa þér að ná nálinni (то помогу я тебе найти булавку; ná – достигать; получать, добиваться).“
Hún kveðst skuli gera það (она сказала, что так и сделает). Helga spyr hann að nafni (Хельга спрашивает его имя; nafn – имя), en hann kvaðst heita Dordingull (а он говорит, что зовут его Дордингютль; dordingull – паук). Þau ganga nú bæði frá hellinum (вот идут они вдвоём от пещеры), þangað til þau koma að litlu húsi (пока не доходят до маленького домика). Við dyrnar á húsinu er páll og reka (у двери домика – две лопаты; páll – лопата; reka – лопата). Þá segir Dordingull (вот говорит Дордингютль): „Páll, sting þú (лопата, копай; stinga – вскапывать); reka, moka þú (лопата, выгребай; moka – чистить лопатой; отгребать).“
„Ég veit, hvað að þér gengur,“ segir hann, „og ef þú vilt kyssa mig í kvöld, þá skal ég hjálpa þér að ná nálinni.“
Hún kveðst skuli gera það. Helga spyr hann að nafni, en hann kvaðst heita Dordingull. Þau ganga nú bæði frá hellinum, þangað til þau koma að litlu húsi. Við dyrnar á húsinu er páll og reka. Þá segir Dordingull: „Páll, sting þú; reka, moka þú.“
Þá taka þau páll og reka til starfa (вот берут они лопаты и начинают работать; starfa – работать), þangað til þau koma niður að nálinni (пока не выкопали булавку: «не пришли вниз к булавке = не добрались до булавки»). Tekur þá Dordingull hana upp og segir (поднимает её Дордингютль и говорит), að hér sé nú nálin (вот, мол, булавка: «что здесь есть теперь булавка»), og spyr Helgu (и спрашивает Хельгу), hvort hún vilji nú ekki kyssa sig (не хочет ли она теперь поцеловать её); en það segist hún ekki geta (но она говорит, что не может этого сделать).
Þá taka þau páll og reka til starfa, þangað til þau koma niður að nálinni. Tekur þá Dordingull hana upp og segir, að hér sé nú nálin, og spyr Helgu, hvort hún vilji nú ekki kyssa sig; en það segist hún ekki geta.
Fer nú Helga heim í hellinn (возвращается тогда Хельга домой в пещеру) og leggur brjóstnálina í rúm skessu (и кладёт булавку в комнату великанши; rúm – место; помещение; кровать). Um kvöldið kemur skessa heim og spyr (вечером приходит великанша домой и спрашивает), hvar nálin sé (где булавка).
„Hún er í rúmi þínu (она у тебя в комнате),“ segir Helga (говорит Хельга).
„Vel er unnið (хорошо сработано; vinna – работать; выполнять),“ mælti skessa (сказала великанша), „en varla muntu hafa verið ein í ráðum (но вряд ли ты одна с заданием справилась: «вряд ли ты была одна в совете»; ráð – выход; средство; совет; обдумывание).“
Fer nú Helga heim í hellinn og leggur brjóstnálina í rúm skessu. Um kvöldið kemur skessa heim og spyr, hvar nálin sé.
„Hún er í rúmi þínu,“ segir Helga.
„Vel er unnið,“ mælti skessa, „en varla muntu hafa verið ein í ráðum.“
Næsta morgun segir skessa (на следующее утро говорит великанша): „Verk hef ég ætlað þér í dag, Helga (работа у меня для тебя: «тебе» есть, Хельга; ætla – планировать; предназначать): þú skalt sækja tafl (ты должна принести шахматы; tafl – настольная игра; шахматы), sem ég á hjá Daladrottningu systur minni (которые у меня у Королевы Долин, сестры моей); hef ég lengi viljað fá það (давно я их хотела заполучить), en ekki fengið (да не получила).“
Helga spyr (Хельга спрашивает), hvar Daladrottning sé (где Королева Долин).
„Það máttu segja þér sjálf (это ты сама должна узнать),“ mælti skessa (ответила великанша), „og ef þú kemur ekki með taflið (и если вернёшься без шахмат: «не с шахматами»), skal ég drepa þig (убью я тебя).“
Næsta morgun segir skessa: „Verk hef ég ætlað þér í dag, Helga: þú skalt sækja tafl, sem ég á hjá Daladrottningu systur minni; hef ég lengi viljað fá það, en ekki fengið.“
Helga spyr, hvar Daladrottning sé.
„Það máttu segja þér sjálf,“ mælti skessa, „og ef þú kemur ekki með taflið, skal ég drepa þig.“
Fer nú skessa burt (вот ушла великанша), en Helga situr eftir ráðalaus og sest í hellisdyrnar og grætur (а Хельга ума не приложит, что ей делать, села у входа в пещеру и плачет).
Þá kemur þar Dordingull (вот приходит Дордингютль) og kveðst muni hjálpa henni (и говорит, что поможет ей), ef hún kyssi sig í kvöld (если она его поцелует вечером). Helga kveðst fegin vilja ganga að þeim kostum og þó meira væri (Хельга сказала, что на всё, что угодно, пойдёт: «что счастливо захочет пойти на любые условия» и даже больше; feginn – довольный; kostur – выход; возможность; условие).
Fer nú skessa burt, en Helga situr eftir ráðalaus og sest í hellisdyrnar og grætur.
Þá kemur þar Dordingull og kveðst muni hjálpa henni, ef hún kyssi sig í kvöld. Helga kveðst fegin vilja ganga að þeim kostum og þó meira væri.
Síðan ganga þau frá hellinum (тогда идут они от пещеры) og ganga nú lengi (долго уже: «теперь» идут), þangað til þau sjá höll mikla nokkuð langt frá (пока не увидели большой дворец /довольно/ далеко впереди). „Í þessari höll (в этом дворце),“ segir Dordingull (говорит Дордингютль), „býr nú Daladrottning (живёт теперь Королева Долин). Skaltu nú fara þangað (тебе нужно пойти туда), og mun hún taka þér vel (и она тебя наверняка хорошо примет) og fá þér taflið (и даст тебе шахматы). Hún mun bera fyrir þig mat (даст тебе еды: «наверняка принесёт для тебя еды»), en þú skalt engan bita borða (но ты не должна ни кусочка съесть), en þrjá bita skaltu taka (а три кусочка тебе надо взять) og stinga í vasa þinn (и себе в карман сунуть), og vel skaltu signa borðbúnaðinn (и должна ты ещё еду и приборы перекрестить; signa – освящать; крестить; borðbúnaður – столовый сервиз; еда; праздничный обед; búnaður – сельское хозяйство; одежда; снаряжение), þegar þú ert setst undir borð (когда сядешь за стол). Þegar þú ert komin á stað (когда станешь уходить), mun hún senda á eftir þér þrjá varga (отправит она за тобой трёх волков; vargur – волк), og skaltu þá fleygja sínum bitanum í hvern (а ты им брось по куску еды каждому; fleygja – бросать).“
Síðan ganga þau frá hellinum og ganga nú lengi, þangað til þau sjá höll mikla nokkuð langt frá. „Í þessari höll,“ segir Dordingull, „býr nú Daladrottning. Skaltu nú fara þangað, og mun hún taka þér vel og fá þér taflið. Hún mun bera fyrir þig mat, en þú skalt engan bita borða, en þrjá bita skaltu taka og stinga í vasa þinn, og vel skaltu signa borðbúnaðinn, þegar þú ert setst undir borð. Þegar þú ert komin á stað, mun hún senda á eftir þér þrjá varga, og skaltu þá fleygja sínum bitanum í hvern.“
Fer nú Helga til hallarinnar (пошла тогда Хельга во дворец). Daladrottning tekur henni vel (Королева Долин хорошо её приняла) og ber fyrir hana mat á borð (и ставит перед ней еду на стол). Kveðst hún vita, í hvaða erindum hún sé (говорит, что знает, зачем: «по какому делу» она пришла).
Fer nú Helga til hallarinnar. Daladrottning tekur henni vel og ber fyrir hana mat á borð. Kveðst hún vita, í hvaða erindum hún sé.
En þegar allt er á borð borið (но когда стол был накрыт: «всё принесено на стол»), segir Daladrottning (говорит Королева Долин): „Skerðu hana (порежь её; skera – резать), gaffall (вилка), sting þú hana (заколи её), hnífur (нож), og gleyptu hana (проглоти её; gleypa – глотать), dúkur (скатерть).“
Þá svaraði hnífurinn, gaffallinn og dúkurinn (тогда ответили нож, вилка и скатерть): „Við getum það ekki (не можем мы), hún Helga signdi okkur svo vel (Хельга нас так хорошо перекрестила).“
En þegar allt er á borð borið, segir Daladrottning: „Skerðu hana, gaffall, sting þú hana, hnífur, og gleyptu hana, dúkur.“
Þá svaraði hnífurinn, gaffallinn og dúkurinn: „Við getum það ekki, hún Helga signdi okkur svo vel.“
Nú fór Daladrottning frá Helgu um stund (вот Королева Долин отошла от Хельги ненадолго; um stund – некоторое время; stund – время; час); tekur hún þá þrjá bita (взяла она три кусочка еды) og stingur þeim í vasa sinn (и сунула их себе в карман), en ekkert borðaði hún sjálf (а сама ничего не съела).
Daladrottning fær nú Helgu taflið (Королева Долин дала тогда Хельге шахматы), og fer hún síðan af stað (и та отправилась восвояси). Þegar hún er komin nokkuð frá höllinni (когда она на некоторое /расстояние/ отошла от дворца), koma þrír vargar á eftir henni (понеслись за ней три волка), og telur hún víst (и решила она; telja – думать; считать; víst – возможно), að þeir muni eiga að ráða sér bana (что конец ей пришёл: «они должны порешить её»; bani – смерть, гибель; убийца). Helga tekur bitana og kastar fyrir þá (Хельга достала кусочки еды и бросила им), en vargarnir éta sinn hver (а волки сожрали каждый свой кусок) og detta þegar dauðir niður (и упали замертво: «и упали тогда мёртвыми вниз»; detta – падать).
Nú fór Daladrottning frá Helgu um stund; tekur hún þá þrjá bita og stingur þeim í vasa sinn, en ekkert borðaði hún sjálf.
Daladrottning fær nú Helgu taflið, og fer hún síðan af stað. Þegar hún er komin nokkuð frá höllinni, koma þrír vargar á eftir henni, og telur hún víst, að þeir muni eiga að ráða sér bana. Helga tekur bitana og kastar fyrir þá, en vargarnir éta sinn hver og detta þegar dauðir niður.
Helga fer nú leiðar sinnar og í hellinn (Хельга пошла тогда своей дорогой в пещеру; leið – путь, дорога) og leggur taflið í rúm skessunnar (и положила шахматы в комнату великанши).
Um kvöldið kemur skessan heim (вечером приходит великанша домой) og spyr Helgu (и спрашивает Хельгу), hvar taflið sé (где шахматы). Hún segir það sé í rúminu (та отвечает, что в комнате).
„Vel er unnið (хорошо сработано; vinna – работать; выполнять),“ mælti skessan (сказала великанша), „en það grunar mig (но кажется мне; gruna – подозревать; казаться), að þú sért ekki ein í ráðum (что не одна ты с работой справилась: «что ты не одна в совете»; ráð – совет; выход, средство).“
Helga fer nú leiðar sinnar og í hellinn og leggur taflið í rúm skessunnar.
Um kvöldið kemur skessan heim og spyr Helgu, hvar taflið sé. Hún segir það sé í rúminu.
„Vel er unnið,“ mælti skessan, „en það grunar mig, að þú sért ekki ein í ráðum.“
Næsta morgun kveðst skessan hafa ætlað Helgu starf í dag (на следующее утро говорит великанша, что есть у неё работа для Хельги на сегодня). „Þú skalt (ты должна),“ segir hún (говорит она), „elda fyrir mig (приготовить мне еды; elda – готовить еду), búa um rúmið mitt (застелить мою постель; búa um rúmið – застилать постель) og hella úr koppnum mínum (вынести мой горшок; hella – лить; koppur – ночной горшок) og vera búin í kvöld (и к вечеру всё закончить: «быть готовой вечером»), ella mun ég drepa þig (иначе убью я тебя).“
Næsta morgun kveðst skessan hafa ætlað Helgu starf í dag. „Þú skalt,“ segir hún, „elda fyrir mig, búa um rúmið mitt og hella úr koppnum mínum og vera búin í kvöld, ella mun ég drepa þig.“
Helga kvað þetta hægt verk vera (Хельга сказала, что это простая работа; hægur – простой). En þegar skessan er farin (но когда великанша ушла), ætlar Helga að fara að búa um rúmið (собралась Хельга постель застелить), en þá eru fötin föst (а простыни не снимаются: «закреплены»; fat – постельное бельё), og þegar hún ætlar að taka pottinn (а когда она собралась поднять котелок; pottur – котёл), þá er hann fastur (/то/ и тот не сдвинуть: «прочный»), og koppurinn er líka fastur (и ночной горшок тоже неподъёмный; líka – тоже).
Helga kvað þetta hægt verk vera. En þegar skessan er farin, ætlar Helga að fara að búa um rúmið, en þá eru fötin föst, og þegar hún ætlar að taka pottinn, þá er hann fastur, og koppurinn er líka fastur.
Nú sest hún í skáladyrnar og grætur (присела она тогда у двери в комнату и зарыдала; skáladyr – дверь комнаты; skáli – хижина; чулан; жилое помещение /в древней Исландии/). Þá kemur Dordingull (вот приходит Дордингютль) og bauð henni hjálp (и предлагает ей помощь; bjóða – предлагать), ef hún kyssti sig í kvöld (если она его вечером поцелует). Hún lofar því (она обещает это; lofa – обещать).
Nú sest hún í skáladyrnar og grætur. Þá kemur Dordingull og bauð henni hjálp, ef hún kyssti sig í kvöld. Hún lofar því.
Fer Dordingull að búa um og elda (начинает Дордингютль постель застилать да еду готовить), og er allt laust fyrir honum (и всё у него спорится; ljósta – попадать; ударять). Hann lætur sjóðandi bikketil undir rúm hennar (ставит он котелок с кипящей смолой ей под кровать; sjóða – варить; кипятить; bikketill – котелок со смолой; bik – вар; смола; ketill – котёл; чайник) og segir Helgu (и говорит Хельге), að í ketilinn muni hún detta (что упадёт она = великанша в котёл), þegar hún setjist á rúmið (когда на кровать присядет), því í kvöld muni hún verða þreytt og éta mikið (потому что к вечеру устанет и много поест; þreyttur – усталый), en undir kodda hennar sé fjöregg (а у неё под подушкой лежит яйцо, в котором находится её жизнь; koddi – подушка; fjöregg – яйцо, в котором находится «жизнь» /разбив его можно убить великана или колдуна, чья жизнь заключена в нём/; fjör – жизнь; egg – яйцо), sem hún skuli brjóta á ásjónu hennar (которое ей надо об голову великанши разбить; ásjóna – лицо), í því hún falli í ketilinn (когда та упадёт в котёл), og þá skuli hún nefna sig (а потом, мол, должна она позвать его), ef hún vilji (если захочет).
Fer Dordingull að búa um og elda, og er allt laust fyrir honum. Hann lætur sjóðandi bikketil undir rúm hennar og segir Helgu, að í ketilinn muni hún detta, þegar hún setjist á rúmið, því í kvöld muni hún verða þreytt og éta mikið, en undir kodda hennar sé fjöregg, sem hún skuli brjóta á ásjónu hennar, í því hún falli í ketilinn, og þá skuli hún nefna sig, ef hún vilji.
Dordingull fer nú burt (вот Дордингютль уходит). Þegar skessan kemur heim um kvöldið (когда великанша вернулась домой вечером), segir hún (говорит она), að vel sé unnið (что, мол, хорошо сработано), en undarlegt sé (но странно; undarlegur – необычный), ef hún sé ein í ráðum (что она одна со всем справилась). Hún sest á rúmið (садится она на кровать) og fellur í ketilinn (да падает в котёл). Helga sprengir þá eggið á ásjónu hennar (Хельга разбивает яйцо об её голову; sprengja – раскалывать; бомба; мина) og nefnir Dordingul (и стала Дордингютля звать). Hann kemur þegar (тот тут как тут: «приходит тут же»).
Dordingull fer nú burt. Þegar skessan kemur heim um kvöldið, segir hún, að vel sé unnið, en undarlegt sé, ef hún sé ein í ráðum. Hún sest á rúmið og fellur í ketilinn. Helga sprengir þá eggið á ásjónu hennar og nefnir Dordingul. Hann kemur þegar.
Skessan lætur þar líf sitt (тут и отдала великанша концы; láta lífið – скончаться: «оставить жизнь»), og brenna þau hana upp (и сожгли они её). Verða þá dynkir miklir (послышался тут сильный грохот; dynkur – шум; грохот), svo Helga verður hrædd og kyssir Dordingul þrjá kossa (испугалась Хельга: «стала испуганной» и поцеловала Дордингютля три раза; svo – так что; koss – поцелуй); segir hann (говорит он), að Daladrottning sé nú að drepast líka (что и Королева Долин тоже теперь померла; drepast – умирать; drepa – убивать), því þær hafi átt sama fjöreggið báðar (ведь у них было одно яйцо жизни на двоих).
Skessan lætur þar líf sitt, og brenna þau hana upp. Verða þá dynkir miklir, svo Helga verður hrædd og kyssir Dordingul þrjá kossa; segir hann, að Daladrottning sé nú að drepast líka, því þær hafi átt sama fjöreggið báðar.
Dordingull og Helga sváfu nú saman um nóttina (Дордингютль и Хельга легли вместе спать: «спали теперь вместе ночью»; sofa – спать), en um morguninn varð Helga þess vör (а утром видит Хельга; verða e-s var – заметить что-л.; var – внимательный, воспринимающий), að fríður kóngsson var fyrir ofan hana í rúminu (что прекрасный принц лежит с ней в постели; fyrir ofan – выше), en hamurinn þar hjá (и кожа рядом; hamur – шкура; кожа; оперение). Hún dreypir á kóngsson (она поцеловала принца; dreypa – капать; пригубить; коснуться губами), en brennir haminn (а кожу сожгла); hafði Dordingull verið kóngsson í álögum (превратился Дордингютль в принца; álög – колдовство; чары). Hann átti nú Helgu fyrir konu (взял он Хельгу в жёны).
Dordingull og Helga sváfu nú saman um nóttina, en um morguninn varð Helga þess vör, að fríður kóngsson var fyrir ofan hana í rúminu, en hamurinn þar hjá. Hún dreypir á kóngsson, en brennir haminn; hafði Dordingull verið kóngsson í álögum. Hann átti nú Helgu fyrir konu.
Þau tóku það (они взяли то), sem fémætt var í hellinum (что было ценного в пещере; fémætur – ценный; драгоценный; fé – деньги; скот; mætur – замечательный), og þar á meðal Búkollu (и между прочим и Букотлу); svo tóku þau líka allt fé úr höll Daladrottningar (забрали они и все богатства из дворца Королевы Долин), sem var býsna mikið (коих было очень много). Þau fóru síðan utan (потом отправились они в дорогу: «наружу»), Dordingull og Helga (Дордингютль и Хельга), og settust að í ríki föður hans (и поселились в королевстве его отца), en að honum önduðum erfðu þau ríkið (а как он умер, унаследовали королевство; anda – дышать; испускать дух; erfa —наследовать).
Þau tóku það, sem fémætt var í hellinum, og þar á meðal Búkollu; svo tóku þau líka allt fé úr höll Daladrottningar, sem var býsna mikið. Þau fóru síðan utan, Dordingull og Helga, og settust að í ríki föður hans, en að honum önduðum erfðu þau ríkið.
Þau lifðu lengi eftir þetta (долго они жили после этого), og var sambúð þeirra hin besta (и были очень счастливы: «был их союз лучшим»; sambúð – совместное проживание); og lýkur svo þessari sögu (тут и сказке конец: «и завершает так эту сагу»).
Þau lifðu lengi eftir þetta, og var sambúð þeirra hin besta; og lýkur svo þessari sögu.