Það var einu sinni að kóngur og drottning réðu fyrir ríki sínu (жили-были король с королевой: «было однажды, что король и королева правили своим королевством»). Þau voru rík og mektug (они были богаты и могущественны; mektugur – мощный; властный; прекрасный) og vissu varla aura sinna tal (и купались в деньгах: «едва ли знали, сколько у них денег»; vita ekki aura sinna tal – купаться в роскоши; vita – знать; varla – едва; eyrir – скандинавская монета /одна сотая кроны/; aur – грязь; деньги; tal – количество). Þau áttu eina dóttur (у них была дочь); hún ólst upp sem flest önnur sögubörn (она росла, как большинство других детей в сказках; flestur – больше всего; margur – многие; много; sögubarn – ребёнок из сказки; saga – сказка; сказание; сага; barn – ребёнок). Þar bar hverki til titla né tíðinda, frétta né frásagna í þann tíð nema logið væri (и царила там тишь, гладь да божья благодать: «ничего там не происходило, не было никаких новостей, если только не лгут»; bera til tíðinda – случаться; tíðindi – вести; titill – заголовок; титул; frétt – известие; frásögn – рассказ; отчёт; повествование; ljúga – лгать).
Það var einu sinni að kóngur og drottning réðu fyrir ríki sínu. Þau voru rík og mektug og vissu varla aura sinna tal. Þau áttu eina dóttur; hún ólst upp sem flest önnur sögubörn. Þar bar hverki til titla né tíðinda, frétta né frásagna í þann tíð nema logið væri.
Karl og kerling bjuggu í garðshorni (жили в хижине старик со старухой; búa – жить; garðshorn – хижина; угол сада; garður – сад; horn – рог; труба; пик; угол). Þau áttu sjö syni og eina kú til bjargar (было у них семеро сыновей и одна корова-кормилица; kýr – корова; björg – помощь; поддержка; продовольствие; продукты питания); hún var so væn að hana þurfti að mjólka þrisvar á dag (она была такой толстой, что её приходилось доить три раза в день; vænn – многообещающий; красивый; добрый; хороший; жирный; mjólka – доить; mjólk – молоко; þrisvar – трижды) og gekk hún sjálf heim úr haganum um miðdegið (и шла она сама домой с пастбища в полдень; hagi – пастбище).
Karl og kerling bjuggu í garðshorni. Þau áttu sjö syni og eina kú til bjargar; hún var so væn að hana þurfti að mjólka þrisvar á dag og gekk hún sjálf heim úr haganum um miðdegið.
Það var einu sinni að kóngur reið á jagt með sveina sína (однажды король поехал на охоту со своей свитой; ríða – ехать; jagt – охота; sveinn – мальчик; слуга; подмастерье); þeir riðu hjá nautaflokki kóngs (подъехали они к пастбищу, где паслись коровы короля: «к стаду коров короля»; nautaflokkur – стадо коров; naut – бык; рогатый скот; flokkur – отряд; группа; партия; сорт; племя); þar var kýr karls saman við (была там и старикова корова /вместе с /другими//).
Það var einu sinni að kóngur reið á jagt með sveina sína; þeir riðu hjá nautaflokki kóngs; þar var kýr karls saman við.
Kóngur talaði til og sagði (король обратился /к слугам/ со словами; tala til e-s – обращаться к кому-л.): „Væna kú á ég þarna (хорошая у меня тут коровка).“
„Ekki er það yðar kýr, herra (не ваша эта корова, господин; yðar – ваш /вежливая форма/; herra – господин),“ sögðu sveinarnir (сказали слуги), „það er kýr karls í kotinu (это корова мужика с хутора).“
Kóngur sagði (король сказал): „Hún skal verða mín (она должна стать моей).“ Síðan reið kóngurinn heim (потом отправился король домой).
Kóngur talaði til og sagði: „Væna kú á ég þarna.“
„Ekki er það yðar kýr, herra,“ sögðu sveinarnir, „það er kýr karls í kotinu.“
Kóngur sagði: „Hún skal verða mín.“ Síðan reið kóngurinn heim.
En þegar hann var setstur til drykkju (но когда он остановился на постой: «к питью»; vera setstur – сидеть; останавливаться /о лошади/; drykkja – питьё; попойка) talaði hann til um kúna (заговорил он о корове) og vildi senda menn til karls (и захотел отправить людей к старику) að fala hana fyrir aðra (чтобы просить её /корову/ в обмен на другую; fala – просить что-л.). Drottningin bað hann að gjöra það ekki (королева просила его не делать этого) því þau hefði ekki neitt annað til bjargar (потому что у них = у старика и старухи не было ничего другого для пропитания).
En þegar hann var setstur til drykkju talaði hann til um kúna og vildi senda menn til karls að fala hana fyrir aðra. Drottningin bað hann að gjöra það ekki því þau hefði ekki neitt annað til bjargar.
Hann hlýddi því ekki (он её: «этого» не послушался; hlýða – слушаться; слышать) og sendi þrjá menn að fala kú karls (и отправил троих людей за: «просить» стариковой коровой). Karl var úti og börn hans öll (старик со всеми детьми сидел во дворе: «старик был на улице и дети его все»); þeir skiluðu fyrir kónginn (они передали /мужику/ от /имени/ короля; skila – отдавать; передавать) að hann vildi kaupa kú hans fyrir aðra (мол, тот хочет купить его корову в обмен на другую; kaupa – покупать).
Karl sagði (мужик сказал): „Mér er ekki mætari kýr kóngs en mín (мне моя корова дороже, чем королевская: «мне не лучше корова короля, чем моя»; mætur – замечательный).“
Hann hlýddi því ekki og sendi þrjá menn að fala kú karls. Karl var úti og börn hans öll; þeir skiluðu fyrir kónginn að hann vildi kaupa kú hans fyrir aðra.
Karl sagði: „Mér er ekki mætari kýr kóngs en mín.“
Þeir leituðu fast á (они уговаривали его уговаривали; leita fast á – сильно стараться; fast – крепко; сильно), en hann lét ekki af þangað til þeir drápu hann (но он не соглашался, пока не убили они его; láta af e-u – переставать делать что-л.; þangað til – пока не). Þá tóku öll börnin til að gráta (тогда принялись все дети рыдать) nema sá elsti sonurinn sem hét Brjám (кроме старшего сына, которого звали Брьяум; elstur – самый старший; gamall – старый). Þeir spurðu börnin hvar þau hefði tekið sárast (они спросили детей, где у них болит; hvar – где; taka sárast – испытывать боль; sár – болезненный); þau klöppuðu öll á brjóstið nema Brjám (они стали бить себя в грудь все, кроме Брьяума; klappa – хлопать; колотить; бить; brjóst – грудь), hann klappaði á rassinn á sér og glotti (он стал хлопать себя по заднице и ухмыляться; rass – задница; glotta – усмехаться). Þeir drápu öll börnin (они убили всех детей) sem á brjóstið klöppuðu (которые в грудь себя били), en sögðu það gilti einu þó hitt greyið lifði (но сказали, что пусть уж живёт тот бедняга: «не важно, даже если тот бедняга жив»; gilda einu – не иметь значения; gilda – быть действительным; grey – бедняга; lifa – жить) því hann væri vitlaus (мол, он безумный).
Þeir leituðu fast á, en hann lét ekki af þangað til þeir drápu hann. Þá tóku öll börnin til að gráta nema sá elsti sonurinn sem hét Brjám. Þeir spurðu börnin hvar þau hefði tekið sárast; þau klöppuðu öll á brjóstið nema Brjám, hann klappaði á rassinn á sér og glotti. Þeir drápu öll börnin sem á brjóstið klöppuðu, en sögðu það gilti einu þó hitt greyið lifði því hann væri vitlaus.
Kóngsmenn gengu heim (королевские слуги: «люди короля» отправились домой; kóngsmaður – человек короля; kóngur – король; maður – человек) og leiddu með sér kúna (и повели с собой корову; leiða – вести), en Brjám gekk inn til móður sinnar (а Брьяум пошёл к своей матери) og sagði henni tíðindin (и рассказал ей новости); hún bar sig illa (она горько расплакалась; bera sig illa – держаться понуро; хныкать; bera – нести; жаловаться; illa – плохо). Hann bað hana að gráta ekki (он просил её не плакать), þau tæki ekki mikið upp á því (слезами горю не поможешь: «они не поделают много с этим»; taka upp á e-u – начинать что-л.; заводить что-л.); hann skyldi bera sig (ему нужно было держаться; skulu – быть должным; bera sig – держаться) að gjöra svo sem hann gæti (чтобы сделать то, что может).
Kóngsmenn gengu heim og leiddu með sér kúna, en Brjám gekk inn til móður sinnar og sagði henni tíðindin; hún bar sig illa. Hann bað hana að gráta ekki, þau tæki ekki mikið upp á því; hann skyldi bera sig að gjöra svo sem hann gæti.
Það var so einu sinni (случилось так однажды) að kóngur var að láta smíða skemmu dóttur sinni (что король приказал построить для своей дочери амбар; smíða – строить; skemma – кладовая; амбар; склад) og hafði hann fengið smiðunum gull að gylla hana bæði utan og innan (он дал мастеровым золото, чтобы его позолотить и снаружи, и внутри; gull – золото; gylla – золотить). Brjám kom þar með fánahátt sinn (Брьяум пришёл туда побуянить: «со своим буйным характером»; fánaháttur – неустойчивый характер; fáni – флаг; háttur – обычай; привычка).
Þá sögðu kóngsmenn (тогда сказали королевские слуги): „Hvað leggur þú hér gott til, Brjám (а от тебя здесь какая польза: «что приложишь ты тут хорошего», Брьяум; leggja gott til e-s – приносить пользу кому-л.)?“
Hann sagði (он сказал): „Minnki um mælir mikinn (пусть уменьшится намного; minnka – сокращать; mælir – мера), piltar mínir (приятели мои; piltur – молодой человек; учение; батрак),“ og so gekk hann í burt (и ушёл).
Það var so einu sinni að kóngur var að láta smíða skemmu dóttur sinni og hafði hann fengið smiðunum gull að gylla hana bæði utan og innan. Brjám kom þar með fánahátt sinn.
Þá sögðu kóngsmenn: „Hvað leggur þú hér gott til, Brjám?“
Hann sagði: „Minnki um mælir mikinn, piltar mínir,“ og so gekk hann í burt.
En gullið sem þeim var fengið til að gylla með (а золото, которое им выдали для позолоты) minnkaði so það dugði ekki meir en til helminga (уменьшилось настолько, что хватило только на одну половину; duga – хватать).
Þeir sögðu kóngi til (они рассказали королю); hann hélt þeir hefði stolið því (он подумал, что они украли его; stela – воровать) og lét hengja þá (и приказал их повесить). Þá fór Brjám heim (вот приходит Брьяум домой) og sagði móður sinni (и рассказал своей матери).
„Ekki áttirðu so að segja (не нужно было тебе так говорить; eiga að gera e-ð – быть должным делать что-л.), sonur minn (сынок: «сын мой»),“ sagði hún (говорит она).
„Hvað átti ég þá að segja (а что же я должен был сказать), móðir mín (матушка)?“
„Vaxi um þrjá þriðjungana (пусть увеличится на три трети; vaxa – расти; þriðjungur – треть)! áttirðu að segja (нужно тебе было сказать).“
„Ég skal segja það á morgun (так завтра и скажу), móðir mín (матушка).“
En gullið sem þeim var fengið til að gylla með minnkaði so það dugði ekki meir en til helminga.
Þeir sögðu kóngi til; hann hélt þeir hefði stolið því og lét hengja þá. Þá fór Brjám heim og sagði móður sinni.
„Ekki áttirðu so að segja, sonur minn,“ sagði hún.
„Hvað átti ég þá að segja, móðir mín?“
„Vaxi um þrjá þriðjungana! áttirðu að segja.“
„Ég skal segja það á morgun, móðir mín.“
Hann fór so heim um morguninn eftir (вот выходит он из дома на следующее утро), mætti þeim sem báru lík til grafar (встречает тех, кто покойника на кладбище несли; mæta – встречать; gröf – могила).
Þeir sögðu (они сказали): „Hvað leggur þú hér gott til, Brjám (какая от тебя здесь польза, Брьяум)?“
„Vaxi um þrjá þriðjungana (пусть увеличится на три трети), piltar mínir (приятели)!“ sagði hann (сказал он).
Líkið óx so (покойник вырос так) þangað til þeir felldu það niður (пока они не упали под ним: «уронили его»; niður – вниз). Brjám fór heim og sagði henni frá (Брьяум пошёл домой и рассказал ей /матери/ об этом).
Hann fór so heim um morguninn eftir, mætti þeim sem báru lík til grafar.
Þeir sögðu: „Hvað leggur þú hér gott til, Brjám?“
„Vaxi um þrjá þriðjungana, piltar mínir!“ sagði hann.
Líkið óx so þangað til þeir felldu það niður. Brjám fór heim og sagði henni frá.
„Ekki áttirðu so að segja sonur minn (не нужно было тебе так говорить сынок),“ sagði hún (сказала она).
„Hvað átti ég þá að segja, móðir mín (как же я должен был сказать, матушка)?“ sagði hann (сказал он).
„Guð friði sál þína hinn dauði (боже упокой душу покойного; guð – бог; friða – успокоить; sál – душа; dauði – смерть; dauður – покойник)! áttirðu að segja (нужно тебе было сказать),“ sagði hún (сказала она).
„Ég skal segja það á morgun, móðir mín (завтра так и скажу, матушка),“ sagði hann (сказал он).
„Ekki áttirðu so að segja sonur minn,“ sagði hún.
„Hvað átti ég þá að segja, móðir mín?“ sagði hann.
„Guð friði sál þína hinn dauði! áttirðu að segja,“ sagði hún.
„Ég skal segja það á morgun, móðir mín,“ sagði hann.
Hann fór so heim um morguninn að kóngsríki (вот вышел он утром из дома в королевство) og sá hvar einn rakkari var að hengja hund (и увидел, как разбойник собаку вешает; rakkari – разбойник; hundur – собака); hann gekk til hans (он подошёл к нему).
„Hvað leggur þú hér til gott, Brjám (какая от тебя тут польза, Брьяум)?“ sagði hann (сказал тот).
„Guð friði sál þína hinn dauði (боже упокой душу покойного)!“ sagði Brjám (сказал Брьяум).
Rakkarinn hló að (разбойник рассмеялся; hlæja – смеяться), en Brjám hljóp heim til móður sinnar og sagði henni (а Брьяум побежал домой к матери и рассказал ей).
Hann fór so heim um morguninn að kóngsríki og sá hvar einn rakkari var að hengja hund; hann gekk til hans.
„Hvað leggur þú hér til gott, Brjám?“ sagði hann.
„Guð friði sál þína hinn dauði!“ sagði Brjám.
Rakkarinn hló að, en Brjám hljóp heim til móður sinnar og sagði henni.
“Ekki áttirðu so að segja sonur minn (не нужно было тебе так говорить, сынок),“ sagði hún (сказала она).
„Hvað átti ég þá að segja (а что я должен был сказать)?“ sagði hann (спросил он).
„Hvört er þetta þjófsgreyið kóngsins að þú fer núna með (не к несчастному ли вору-королю ты направляешься; hvort – ли; þjófsgrey – несчастный вор; þjófur – вор; núna – сейчас)? áttirðu að segja (должно тебе было сказать).“
„Ég skal segja það á morgun, móðir mín (завтра так и скажу, матушка).“
„Ekki áttirðu so að segja sonur minn,“ sagði hún.
„Hvað átti ég þá að segja?“ sagði hann.
„Hvört er þetta þjófsgreyið kóngsins að þú fer núna með? áttirðu að segja.“
„Ég skal segja það á morgun, móðir mín.“
Hann fór so heim um morguninn (вот выходит он из дома утром); þá var verið að aka drottningunni í kringum borgina (а королеву как раз по городу возили; aka – возить; í kringum – вокруг; borg – город). Brjám gekk til þeirra (Брьяум подошёл к ним).
„Hvað leggur þú hér til gott (какая тут от тебя польза)?“ sögðu þeir (сказали они).
„Er þetta nokkuð þjófsgreyið kóngsins, sem þið farið núna með, piltar mínir (уж не к несчастному ли вору-королю вы направляетесь, приятели; nokkuð – случайно; довольно)?“
Þeir skömmuðu hann út (они стали на него ругаться; skamma – пристыдить), drottningin bannaði þeim (королева остановила их; banna – запрещать) og sagði þeir skyldi ekki leggja neitt til drengsins (и приказала не причинять пареньку вреда: «не применять /прикладывать/ ничего к пареньку»). Hann hljóp heim til móður sinnar og sagði henni frá (он побежал домой и рассказал матери обо всём).
Hann fór so heim um morguninn; þá var verið að aka drottningunni í kringum borgina. Brjám gekk til þeirra.
„Hvað leggur þú hér til gott?“ sögðu þeir.
„Er þetta nokkuð þjófsgreyið kóngsins, sem þið farið núna með, piltar mínir?“
Þeir skömmuðu hann út, drottningin bannaði þeim og sagði þeir skyldi ekki leggja neitt til drengsins. Hann hljóp heim til móður sinnar og sagði henni frá.
“Ekki áttirðu so að segja, sonur minn (не стоило тебе так говорить, сынок),“ sagði hún (сказала она).
„Hvörninn átti ég þá að segja móðir mín (ну а как же я должен был сказать)?“ sagði hann (сказал он).
„Er þetta nokkuð heiðurslífið kóngsins þið farið núna með (вы случайно не к его величеству: «чести» королю направляетесь; heiðurslíf – «почтенная жизнь»; heiður – честь; почёт; líf – жизнь)? áttirðu að segja (нужно тебе было сказать).“
„Ég skal segja það á morgun, móðir mín (завтра так и скажу, матушка),“ sagði hann (сказал он).
„Ekki áttirðu so að segja, sonur minn,“ sagði hún.
„Hvörninn átti ég þá að segja móðir mín?“ sagði hann.
„Er þetta nokkuð heiðurslífið kóngsins þið farið núna með? áttirðu að segja.“
„Ég skal segja það á morgun, móðir mín,“ sagði hann.
So fór hann heim um morguninn (вот выходит он утром из дома) og sá tvo menn sem voru að birkja kapal (и видит двоих человек, которые сдирали шкуру с кобылы; birkja – сдирать кору; свежевать; kapall – кобыла). Hann gekk til þeirra (подошёл он к ним).
„Hvað leggur þú hér gott til Brjám (какая здесь от тебя польза, Брьяум)?“ sögðu þeir (сказали они).
„Er þetta nokkuð heiðurslífið kóngsins þið farið núna með, piltar minir (вы случайно не к его величеству королю направляетесь, приятели)?“ sagði hann (сказал он).
Þeir sveiuðu honum (они стали на него ругаться; sveia – шикать; ругаться; божиться); hann hljóp heim til móður sinnar og sagði henni frá (он побежал домой к матери и рассказал ей обо всём).
So fór hann heim um morguninn og sá tvo menn sem voru að birkja kapal. Hann gekk til þeirra.
„Hvað leggur þú hér gott til Brjám?“ sögðu þeir.
„Er þetta nokkuð heiðurslífið kóngsins þið farið núna með, piltar minir?“ sagði hann.
Þeir sveiuðu honum; hann hljóp heim til móður sinnar og sagði henni frá.
„Farðu ekki þangað lengur (не ходи туда больше),“ sagði hún (сказала она), „því ég veit aldrei nær en þeir drepa þig (потому как знаю я, что наверняка они убьют тебя).“
„Ekki drepa þeir mig, móðir mín (не убьют они меня, матушка),“ sagði hann (сказал он).
„Farðu ekki þangað lengur,“ sagði hún, „því ég veit aldrei nær en þeir drepa þig.“
„Ekki drepa þeir mig, móðir mín,“ sagði hann.
Það bar til einu sinni (случилось так однажды) að kóngur skipaði mönnum sínum að róa til fiski (что король приказал своим людям отправляться: «грести» ловить рыбу; skipa – приказывать; róa – грести; fiski – рыбалка; рыболовство); þeir ætluðu so að róa á tveimur skipum (собрались они, значит, плыть на двух кораблях). Brjám kom til þeirra (Брьяум пришёл к ним) og bað þá að flytja sig (и попросил его перевезти); þeir sveiuðu honum í burt (они стали гнать его прочь) og hæddu hann (и насмехались над ним; hæða – насмехаться); þó spurðu þeir hann (и всё же спросили они его) að hvörnin hann ætlaði veður myndi verða í dag (как он думает, какая будет погода сегодня; ætla – полагать; veður – погода; munu – вспомогательный глагол для образования буд. времени с оттенком вероятности).
Hann horfði ýmist upp í loftið (он глаза то на небо поднимет: «взглянет»; horfa – глядеть; ýmist…eða – то…то; loft – небосвод) eða ofan í jörðina (то вниз на землю опустит; jörð – земля) og sagði (и сказал): „Vind og ei vindi (ветер – не ветер; vindur – ветер; vinda – выкручивать)! vind og ei vindi (ветер – не ветер)! vind og ei vindi (ветер – не ветер).“
Þeir hlógu að hönum (они посмеялись над ним) og reru so fram á mið (и выплыли вперёд на середину /моря/) og hlóðu bæði skipin full (и наловили два полных корабля /рыбы/; hlaða – складывать; нагружать), en þegar þeir fóru heimleiðis (а когда они отправились в обратную дорогу; fara heimleiðis – ехать в сторону дома; heim – дом; leið – дорога) gjörði storm (начался шторм). Drukknuðu bæði skipin (затонули оба корабля; drukkna – утонуть).
Það bar til einu sinni að kóngur skipaði mönnum sínum að róa til fiski; þeir ætluðu so að róa á tveimur skipum. Brjám kom til þeirra og bað þá að flytja sig; þeir sveiuðu honum í burt og hæddu hann; þó spurðu þeir hann að hvörnin hann ætlaði veður myndi verða í dag.
Hann horfði ýmist upp í loftið eða ofan í jörðina og sagði: „Vind og ei vindi! vind og ei vindi! vind og ei vindi.“
Þeir hlógu að hönum og reru so fram á mið og hlóðu bæði skipin full, en þegar þeir fóru heimleiðis gjörði storm. Drukknuðu bæði skipin.
Þá bar ekkert til tíðinda (потом всё пошло своим чередом: «ничего не стало новостью») fyrri en kóngur hélt veislu öllum sínum vinum og vildarmönnum (пока король не устроил пир для всех своих друзей и фаворитов; fyrri – раньше; halda veislu – устраивать: «держать» пир; veisla – празднество; вечеринка; vinur – друг; vildarmaður – любимчик; vild – воля). Brjám bað móður sína að lofa sér heim (Брьяум попросил свою матушку отпустить его из дома) að vita hvað fram færi í veislunni (узнать, что там происходит на пиру; fara fram – проводиться).
Þá bar ekkert til tíðinda fyrri en kóngur hélt veislu öllum sínum vinum og vildarmönnum. Brjám bað móður sína að lofa sér heim að vita hvað fram færi í veislunni.
Þegar allir voru setstir (когда все уселись = уже сидели) gekk Brjám út í smiðju (вышел Брьяум в мастерскую; smiðja – мастерская; кузница) og fór að smíða spýtur (и принялся доски тесать: «обрабатывать древесину»). Þeir sem komu (те, кто там был: «пришёл») spurðu hvað hann ætlaði að gjöra með þær (спросили, что он собирается с ними делать).
Hann sagði (он сказал): „Hefna pápa (отомстить за папу; hefna – мстить; hefnd – месть; pápi – папа), ekki hefna pápa (не мстить за папу).“
Þeir sögðu (они сказали): „Þú ert ekki óþesslegur (на тебя это непохоже: «ты не такой»; óþesslegur – не такой; þesslegur – такой).“ So fóru þeir í burt (и вот ушли они).
Þegar allir voru setstir gekk Brjám út í smiðju og fór að smíða spýtur. Þeir sem komu spurðu hvað hann ætlaði að gjöra með þær.
Hann sagði: „Hefna pápa, ekki hefna pápa.“
Þeir sögðu: „Þú ert ekki óþesslegur.“ So fóru þeir í burt.
Hann stálsetti spýtur sínar allar í oddinn (он сделал железные наконечники на всех своих штырях; stálsetja – обшивать сталью; stál – сталь; oddur – остриё) og læddist so inn í höllina (пробрался во дворец; læða – пробираться) og negldi niður fötin allra þeirra (и прибил под ногами всех тех; negla – прибивать гвоздями; nagli – гвоздь) sem við borðin sátu (кто за столами сидел) og fór so í burt (а потом ушёл); en þegar þeir ötluðu að standa upp um kvöldið (а когда вечером они собрались встать), þá voru allir fastir (поняли, что приделаны к полу намертво: «были все неподвижны»; fastur – прочный) og kenndi hvör um öðrum (и стали друг друга винить), þangað til hvör drap annan (пока не переубивали друг друга) so ekki varð móður manns barn eftir (так что не осталось у /их/ матерей ни мужей, ни детей; verða – оставаться).
Hann stálsetti spýtur sínar allar í oddinn og læddist so inn í höllina og negldi niður fötin allra þeirra sem við borðin sátu og fór so í burt; en þegar þeir ötluðu að standa upp um kvöldið, þá voru allir fastir og kenndi hvör um öðrum, þangað til hvör drap annan so ekki varð móður manns barn eftir.
Þegar drottningin heyrði það (когда королева это услышала) harmaði hún (оплакала она; harma – скорбеть) og lét grafa þá dauðu (и приказала похоронить мёртвых; grafa – хоронить).
Þegar drottningin heyrði það harmaði hún og lét grafa þá dauðu.
Brjám kom heim um morguninn (Брьяум вышел из дома утром) og bauð sig til að verða þénari drottningar (и вызвался стать слугой королевы; bjóða sig – вызваться; bjóða – предлагать; þénari – слуга); hún varð því fegin (она этому обрадовалась) því hún átti ekki mörgum á að skipa (поскольку у неё не было /теперь/ много тех, кому приказывать = почти не осталось слуг). Hönum fór það dáindis vel (у него пошли /дела/ отлично; dáindis – весьма) og varð það so af (и случилось так) að hann átti kóngsdóttur (что он взял в жёны королевскую дочь) og varð so kóngur (и стал королём) og settist þar að ríki og lagði af allan gapahátt (и стал: «сел» там править и прекратил всё безрассудство = остепенился; leggja e-ð af – прекращать; gapaháttur – неосмотрительность; безрассудная отвага; gapi – безрассудно смелый человек; норовистая лошадь; háttur – характер); og ekki kann ég þessa sögu lengri (тут и сказке конец: «не могу я эту сагу дальше /продолжать/»).
Brjám kom heim um morguninn og bauð sig til að verða þénari drottningar; hún varð því fegin því hún átti ekki mörgum á að skipa. Hönum fór það dáindis vel og varð það so af að hann átti kóngsdóttur og varð so kóngur og settist þar að ríki og lagði af allan gapahátt; og ekki kann ég þessa sögu lengri.